Súgandafjörður: landnámsskáli í byggingu

Frá Botni í Súgandafirði og grunnur tilgátuhússins.

Forminjafélag Súgandafjarðar stendur fyrir byggingu tilgátuhúss í Súgandafirði sem er byggt á fornleifauppreftri á Grélutóftum í Arnarfirði frá landnámsöld. Eyþór Eðvarðsson, forsvarsmaður Fornminjafélagsins og driffjöður í framkvæmdunum segir í færslu á Facebook frá framvindu verksins:

„Þá er þessari törn lokið við byggingu landnámsskála Hallvarðs súganda í Súgandafirði. Þetta er fjórða árið sem við vinnum að skálanum og hann er farinn að taka á sig mynd. Þakið er orðið svo gott sem klárt fyrir hrísinn og torfið á næsta ári og þá lokum við skálanum. Vonandi getum við kveikt upp í langeldinum á næsta ári og sagt fyrstu sögurnar í þessu verðandi söguhúsi.“

Hann segir byggingu á þessu tilgátuhúsi vera eitt allra skemmtilegasta verkefni sem hann hafi tekið þátt í.

Hópurinn sem vann að verkinu í sumar.
Skálinn er risinn.

Myndir: Eyþór Eðvarðsson.

DEILA