Píanóhátíð Vestfjarða – fernir tónleikar í næstu viku

Í næstu viku verður haldin Píanóhátíð Vestfjarða. Hátíðin hefst 17. ágúst með tónleikum á Tálknafirði í Tálknafjarðarkirkju og hefjast þeir kl 20. Daginn eftir verða aðrir tónleikar á Patreksfirði á Aðalstræti 107 og hefjast þeir einnig kl 20. Laugardaginn 20. ágúst kl 17 verða tónleikar í Hömrum á Ísafirði og hátíðinni lýkur með tónleikum á Patreksfirði sem hefjast kl 17.

Fram koma þrír erlendir píanóleikarar, Peter Toth, Myung Hwang Park og Andrew J. Yang.

Nánari upplýsingar um hátíðina og listamennina er að finna á þessum vefslóðum: www.icelandpianofestival.com og https://www.facebook.com/icelandpianofestival 

Hvatamaðurinn að tónleikaröðinni er Bandaríkjamaðurinn Andrew J. Yang, sem hefur búið á Patreksfirði síðastliðin tvö ár, þar sem hann kennir í Tónlistarskóla Vesturbyggðar. Andrew segir að fyrir honum vaki að gefa Vestfirðingum tækifæri til þess að hlýða á píanóleikara á heimsmælikvarða.

DEILA