Listahátíð Samúels í Selárdal 2022 um helgina

Listasafn Samúels er í Selárdal í Arnarfirði.

Listasafn Samúels stendur fyrir listahátíð í Selárdal 12. -13. ágúst. Meðal þeirra sem fram koma eru Skúli mennski og Between Mountains og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mun syngja við undirleik Francisco Javier Jauregui.

Í boði verður leiðsögn í gönguferð um nágrennið, flugdrekasmiðja fyrir fjölskylduna, Íslandsmót í listrænni flugdrekagerð og flugdrekaflugi og sýningar á steypverkum í Listasafni Samúels og á kvikmyndinni Steyptir draumar í kirkjunni. Matur verður í boði 27 Mathúss. Loks verður fjöruferð og brennusöngur með eðal Bílddælingum og DJ Mjalti bóndi mun koma fólki í góðan gír.

Hátíðarpassi kostar kr. 7000 frá föstudegi til laugardags, 12. -13. ágúst. Miðasala er á tix.ishttps://tix.is/is/event/13736/listahati-samuels-2022/


Föstudagur 12. ágúst

20.00     „Steyptir draumar“ – heimildamynd um Samúel sýnd í kirkjunni.

21.00     DJ Mjalti bóndi í kirkjunni.

Laugardagur 13. ágúst

12.00     Hátíð sett. Kaffi og meðlæti.
Gönguferð í Verdali eða Vatnahvilft undir leiðsögn Sólveigar Ólafsdóttur.
Gerhard König segir frá uppbyggingu og viðgerðum og steypuverkum Samúels.
Smiðja í flugdrekagerð fyrir börn og fullorðna. Umsjón Fjóla Eðvarðsdóttir.

17.00     Íslandsmót í listrænni flugdrekagerð og flugdrekaflugi –  Flugdrekakeppni.

18:30     Verðlaunaafhending í flugdrekakeppni.

19.00     Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Francisco Javier Jauregui –  söngur og gítarleikur.
Kvöldmatur að hætti og í boði 27 Mathúss.

20.00     Between Mountains – tónleikar í kirkjunni.

21.00     Skúli mennski – tónleikar í kirkjunni.

21.30     Fjöruferð.

22.00   Brenna og brekkusöngur með eðal Bílddælingum.

DJ Mjalti bóndi sér um nóttina.

Uppbyggingarsjóður Vestfjarða styrkti viðburðinn.

DEILA