Ísafjörður: Idol áheyrnarprufur á þriðjudaginn

Á vegum Stöðvar 2 fara Idol framleiðendur í hringferð um landið í leit að næstu Idol stjörnu landsmanna!

Prufurnar verða haldnar á Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi og Reykjavík. Það eina sem gera þarf er að mæta á svæðið með lag og flytja það.

Vestfirðingar eru hvattir til þess að láta ljós sitt skína. Prufur munu verða á Ísafirði þriðjudaginn 9. ágúst í Tónlistarskóla Ísafjarðar og hefjast kl 13.
Prufur eru fyrir framleiðendur sem eftir þær ákveða hvort viðkomandi kemst áfram á næsta stig í dómaraprufur í haust.
Ekki er þörf á mætingu á staðinn ef prufa hefur nú þegar verið send inn í gegnum idol.stod2.is.

DEILA