Hjólafestival á Ísafirði – Enduro 12. og 13. ágúst

Fjallahjólasvæðið á Ísafirði er stöðugt að stækka og leiðum fjölgar sem gerir Ísafjörður að eftirsóknarverðum áfangastað fjallahjólaranns.  Hjólreiðadeild vestra er að vinna að heimasíðu sem á að halda utan um helstu upplýsingar um fjallahjólaleiðirnar með myndum og lýsingum á leiðum. Netfangið er Heim – Mountain bike Ísafjörður (mtbisafjordur.is).

Um næstu helgi, föstudag og laugardag verður keppt í enduró. Hjólreiðadeild Vestra vill í ár sérstaklega bjóða fólk velkomið vestur sem langar að hjóla fjallahjólaleiðirnar á svæðinu án tímatöku en taka þátt í Endurofestivalinu. Eftir hjóladaginn á föstudag verður Apres hittingur á Dokkunni og á laugardaginn verður festivalinu slúttað á Edinborg.

Á föstudaginn verður keppt í Hnífunum. Farið tvisvar niður frá Botns- og Breiðadalsheiði og endað í Tungudalnum og svo í skóginum við Vegagerðina.  Á laugardaginn verður hjólað í brautunum á Seljalandsdal en þær liggja margar yfir Skíðaveginn og niður að Brúarnesti.

Heiða Jónsdóttir, forsvarsmaður hjólreiðadeildar Vestra vill biðja bæjarbúa um skilning á því vita af keppninni og biðja þá um sína því skilning að það verði mikil hjólaumferð á þessu svæði. Hún segir að allt verði þó vel merkt og ekki ætti að fara framhjá neinum hvar brautirnar liggja. Það eru allir velkomnir að horfa.

Skráning á viðburðinn.  https://netskraning.is/enduro-iso/?fbclid=IwAR3vdz0fe24MgMDD1WR9r55wX8OGD72RfZUKFzXXpX6mFNvwc_fbqGRubCI

Frá hjólreiðum á Ísafirði. Mynd: Sara Axelsdóttir.

DEILA