Heimsþekkt bluessöngkona verður á blúshátíð á Patró

Hin heimsþekkta blússöngkona Karen Lovely frá Orlando heimsækir Blús milli fjalls og fjöru á Patreksfirði sem haldin verður 2. og 3. september n.k. Hátíðin fagnar 10 ára afmæli þann 2. sept, og verður því fagnað því á veglegan hátt. Karen byrjaði sinn feril rúmlega fertug að aldri eftir að hún losnaði úr mjög stormasömu hjónabandi, þar sem hún var mjög kúguð og naut ekki frelsis. Síðan hefur hún verið tilnefnd til fjölda verðlauna á sviði blústónlistar, og unnið átta verðlaun síðan árið 2010. Þar á meðal bluessinger of the year tvisvar, og performer of the year tvisvar. Þetta segir meira enn mörg orð um hve mikil stórstjarna er hér á ferð. Hún hefur áður haldið tónleika á blúshátíð í Reykjavík, og langaði að skoða landið utan Reykjavíkur, þá eru Vestfirðir ákjósanlegur staður í leit að fögru landslagi. Karen kemur ásamt gítarleikara sínum Mark Bowden.

Aðrir listamenn sem koma fram á hátíðinni er hljómsveitin Kvelfing sem skipuð er ungum útskriftarnemum úr F.Í.H, og kynntur er til leiks Patreksfirðingurinn Ríkharður Ingi Steinarsson hljómborðsleikari bandsins. Það verður gaman að fylgast með þessu unga fólki í framtíðinni. Hljómsveitin Sisters of the moon sem skipuð er úrvali kvenna úr tónlistarheimi rokk, blús og klassík.

Þetta verður spennandi nýjung á blúshátið á Patró.

Svo verður þetta aðeins brotið upp með geggaðri kántryhljómsveit Kristina Bærentsen sem er færeysk og hefur getið sér gott orð á sviði kántrytónlistar, en þessi tegnd tónlistar er náskyld blúsnum, fer því vel á tilbreytingunni.

Hátíðin er haldin í félagsheimilinu á Patreksfirði 2. og 3. sept ´22. Þeir sem kjósa að koma á húbílum, með fellihýsi eða tjaldvagna er bent á að fyrirmyndaraðstaða er fyrir slíkt 100 metra frá hátíðarstað.

Miðasala er hafin á tix.is og kostar aðeins 4,000 hvort kvöld

DEILA