Ferðafélag Ísfirðinga: Kaldbakur – 3 skór

Laugardaginn 27. ágúst
Fararstjórn: Sighvatur Jón Þórarinsson frá Höfða í Dýrafirði.
Brottför: Kl. 8 á einkabílum frá Bónus á Ísafirði og kl. 9 frá íþróttamiðstöðinni á Þingeyri.
Vegalengd 6 -7 km, göngutími um 4 – 5 klst.
Kaldbakur er 998 m hár en reikna má með að hækkun á gönguleiðinni sjálfri verði um 600 m.

Kald­bak­ur, þetta glæsilega fjall á mill­i Arnar­fjarð­ar og Dýr­a­fjarð­ar sem jafn­framt er hæst­a fjall Vest­fjarð­a, er 998 metr­a hátt. Það er reyndar ekki eina fjallið sem heitir þessu nafni þar sem að þau er einnig að finna í austanverðum Eyjafirði (1.173 m), í Vestur – Skaftafellssýslu (732 m) og norðan við Kaldbaksvík á Ströndum.

Fjall­ið líkist einna helst bát á hvolf­i úr fjarlægð og er tignarlegt á að líta, en rétt hjá fjallinu er hin útkulnaða Tjald­a­neseldstöð. Kaldbakur trónir efstur fjalla eins og kóróna á hinum svokölluðu Vest­firsk­u Ölpum. Efst á fjallinu er tveggja metra varða sem göngumenn geta klifið til að ná 1.000 metra hæð.

Kald­bak­ur er flat­ur eins og mörg vest­firsk fjöll, en hlíð­arn­ar snar­bratt­ar og sund­ur­skorn­ar. Á toppnum er í boði mjög mikið út­sýn­i yfir stór­an hlut­a af Vest­fjörð­um og en sér­stak­leg­a þó yfir Ket­ild­al­i við sunn­an­verð­an Arnar­fjörð og norð­ur í Dýr­a­fjörð.

Það er hægt að hefja gönguna Arnarfjarðarmegin og ganga upp hinn fagra Fossdal sem er bæði fallegur og vel gróinn. Þessi leið varð hins vegar ekki fyrir valinu í þetta sinn. Ferðin byrjar Dýrafjarðarmegin og verður ekið eft­ir jepp­a­veg­i í Kirkjubólsdal upp í Kvenn­a­skarð sem skil­ur að Dýr­a­fjörð og Arnar­fjörð. Í skarð­in­u er bíl­linn skilinn eft­ir og tek­ur gang­an þá upp og nið­ur ekki nema 4 – 5 klst þar sem að hún í raun byrjar í um 400 m. hæð þegar þessi leið er valin. Fararstjórinn, Dýrfirðingurinn Sighvatur Jón Þórarinsson, hefur oft áður stýrt göngum á vegum félagsins og þekkir svæðið vel. Þátttakendur mega svo alls ekki gleyma að skrifa í gestabókina sem staðsett er við vörðuna á toppi fjallsins.

Ferðafélagið hvetur sem flesta til að taka fram skóna og taka þátt í gönguferðinni. Það er alltaf líf og fjör í gönguferðunum með skemmtilegum ferðafélögum. Þátttakendum er einnig ríkulega umbunað með góðri og hressandi hreyfingu og þegar upp á toppinn er komið með gríðarlegu útsýni í allar áttir. Sannkölluð veisla fyrir augað! Er hægt að biðja um meira? 

DEILA