Tónlistar- og kvæðahátíð verður í Dalbæ og Steinshúsi um verslunarmannahelgina

Í Steinshúsi verða tónleikar föstudaginn 29. júlí. kl. 20. Fram koma Kira Kira, Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir og Framfari. Flutt verður m.a. tónlist spunnin út frá ljóðum Steins Steinarrs. Einnig mun Ragnheiður Ólafsdóttir koma fram og kveða úr rímum Steins og stemmur frá svæðinu.

Á Snæfjallaströnd verður tónlistar-, kvæða- og kvikmyndadagskrá laugardaginn 30. júlí.
Í Unaðsdalskirkju verða tónleikar kl 14. Steindór Andersen og Ragnheiður Ólafsdóttir flytja stemmur. Kira Kira, Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir og Framfari flytja m.a. tónlist úr kvikmyndinni „Eldingar eins og við“.

Í Dalbæ verða sýndar tvær kvikmyndir kl 16. Kira Kira kynnir stuttmynd sína „Eldingar eins og við“ og Ólafur J. Engilbertsson og Ása Ketilsdóttir kynna heimildamynd um Rímnahátíðina sem haldin var á Snæfjallaströnd 2002 og verða kvikmyndirnar sýndar í Dalbæ.
Hermigervill verður svo með tónleika í Dalbæ á laugardagskvöldið kl 20:00. 

Uppbyggingarsjóður Vestfjarða styrkti viðburðina.

Öll velkomin!

DEILA