Tónlistar-, kvæða- og kvikmyndadagskrá á Snæfjallaströnd

Á Snæfjallaströnd verður tónlistar-, kvæða- og kvikmyndadagskrá laugardaginn 30. júlí.

Í Unaðsdalskirkju verða tónleikar kl 14. Steindór Andersen og Ragnheiður Ólafsdóttir flytja stemmur. Kira Kira, Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir og Framfari flytja m.a. tónlist úr kvikmyndinni „Eldingar eins og við“

Í Dalbæ verða sýndar tvær kvikmyndir kl 16. Kira Kira kynnir stuttmynd sína „Eldingar eins og við“ og Ólafur J. Engilbertsson og Ása Ketilsdóttir kynna heimildamynd um Rímnahátíðina sem haldin var á Snæfjallaströnd 2002 og verða kvikmyndirnar sýndar  í Dalbæ.

Hermigervill verður svo með tónleika í Dalbæ á laugardagskvöldið kl 20:00.

Uppbyggingarsjóður Vestfjarða styrkti viðburðina.

DEILA