Samstarfsverkefnið „Heimsækjum Þingeyri“

Í sumar verður öflug dagskrá í boði á Þingeyri og í Dýrafirði alla daga vikunnar.

Samstarfsverkefnið „Heimsækjum Þingeyri – þar sem ævintýrin gerast“ felur í sér samfellda viðburðadagskrá í allt sumar, þar sem í boði eru stórir sem smáir viðburðir á hverjum degi í þorpinu og firðinum. Má þar nefna leiksýningar, sögugöngur, listsýningar, sjósund, matarævintýri, strandblaksmót, víkingahátíðir, hlaupahátíðir og margt fleira. 

Dagskráin byrjar vel og nú um helgina hefur íbúafjöldi í þorpinu margfaldast. Fleiri en 100 manns eru að taka þátt í strandblaksmótinu og víkingar í fullum skrúða sjást á víð og dreif um fjörðinn, enda víkingahátíð þessa helgi líka.

Áfram heldur stuðið í sumar og hægt er að nálgast frekari upplýsingar um hvern viðburð fyrir sig, sem og hátíðir, á vef Vestfjarðastofu hér.

„Heimsækjum Þingeyri“ er samstarfsverkefni fjölmargra þjónustu- og afþreyingaraðila í Dýrafirði. Samfélags- og nýsköpunarmiðstöðin Blábankinn á Þingeyri hefur yfirumsjón með verkefninu. Öll vötn til Dýrafjarðar, byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða styrkti verkefnið.

DEILA