Philipp Valenta: torfa

Sunnudaginn 17. júlí kl. 16 verður opnun sýning á verkum Philipp Valenta í Úthverfu á Ísafirði. Sýningin ber heitið ,,torfa‘‘  og stendur til laugardagsins 30. júlí.  Listamaðurinn verður viðstaddur opnun sýningarinnar og boðið verður uppá léttar veitingar.

Gelleríinu er breytt í fiskabúr þar sem verkið ,,Síldarævintýri‘‘ er sýnt sem staðbundin innsetning á öllum veggjum rýmisins. Sýningin er tilvísun í ,,síldarævintýrið‘‘ eða síldaruppsveifluna á Íslandi 1867 til 1968 þar sem efniviður síldartorfunnar er ál en álframleiðsla er mikilvægur iðnaður á Íslandi í dag. Árið sem síldarævintýrinu lauk var fyrsta álverið tekið í notkun í Hafnarfirði og þá hófst hið eiginlega ,,álævintýri‘‘ á Íslandi. Hljóðverkið ,,Fish Factory‘‘ er hluti af sýningunni og fyllir salinn hljóði. Verkið er samstarfsverkefni bandaríska tónskáldsins Nathan Hall og Philipp Valenta.

Myndbandsverkið ,,Warte‘‘ verður einnig til sýnist í tengslum við sýninguna. Verkið sýnir listamanninn í mismunandi íslensku landslagi þar sem hann bara bíður og horfir í kringum sig. ,,Warte‘‘ sem á þýsku hefur tvenns konar merkingu, varða og bíða, sameinar þetta tvennt, bið og varðaðan stað eða útsýnisstað.

Meðan á sýningunni stendur verður frumsýnt nýtt myndbandsverk í samvinnu við Hversdagssafnið á Ísafirði. Atburðurinn verður auglýstur síðar.

Listamaðurinn dvelur um þessar mundir í gestavinnustofum ArtsIceland en þetta er í þriðja gestavinnustofudvöl hans á Íslandi og sýningin er fyrsta einkasýningin hans hér á landi.

Sýningin er styrkt af ifa – Institut für Auslandsbeziehungen.

DEILA