Merkir Íslendingar – Magnús Einarsson

Ásgeir Einarsson alþingismaðurí í Kollafjarðarnesi. Ásgeir og Magnús á Hvilft voru eineggja tvíburar og þekktust naumast í sundur. Þessi mynd er á Þjóðminjasafni og á bakhlið hennar stendur: „Magnús Einarsson frá Hvilft Önundarfirði".

Magnús Ein­ars­son fædd­ist þann 23. júlí 1809 í Kolla­fjarðarnesi á Strönd­um.


Magnús var son­ur Ein­ars Jóns­son­ar dann­e­brogs­manns, á Kolla­fjarðarnesi og eig­in­konu hans, Þórdí­ar Guðmunds­dótt­ur. Tví­bura­bróðir Magnús­ar var Ásgeir Ein­ars­son alþing­ismaður. Magnús átti ann­an bróður, Torfa Ein­arson, sem einnig var alþing­ismaður.

Magnús var ís­lensk­ur bóndi sem braust úr sárri fá­tækt, komst í áln­ir og gerðist stór­bóndi á Hvilft í Önund­arf­irði.

Magnús Einarsson  var helsti stuðnings­maður Jóns Sigurðssonar (1811 -1879) -for­seta-  á Vest­fjörðum og var jafn­framt varamaður hans sem alþing­ismaður fyrstu árin.

Á þess­um árum var enn mik­il­væg­ara en nú að hafa góða stuðnings­menn heima í héraði, því í þess­um fyrstu kosn­ing­um til Alþing­is var Jón Sig­urðsson úti í Kaup­manna­höfn og þurfti því al­farið að treysta á menn heima í héraði.

Í skrif­um Lúðvíks Kristjáns­son­ar fræðimanns, eft­ir hans miklu rann­sókn­ir, er ber­lega ljóst að Magnús Einarsson á Hvilft er maður­inn sem Íslend­ing­ar eiga að þakka hina traustu for­ystu í baklandi Jóns Sigurðssonar á Vest­fjörðum og gaf hon­um und­ir­stöðu til sinn­ar kröft­ugu sjálf­stæðis­bar­áttu.

Jón Sigurðsson var kosinn á þing í fyrsta sinn, á kjörfundi sem haldinn var í kirkjunni á Ísafirði þann 13. apríl 1844.
Hann hlaut 50 atkvæði af 52 sem er 96.2%.

Alþingi kom saman 1. júlí 1845 og var Jón yngstur þingmanna, 34 ára. Hann sat á þingi til 1879 og var oft þingforseti.

Magnús Einarsson  lést þann 27. maí 1870.

Hvilft Önundarfirði.

Morgunblaðið 23. júlí 2022.


DEILA