Kira Kira, Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir og Framfari með tónleika í Steinshúsi

Í Steinshúsi á Langadalsströnd í Ísafjarðardjúpi verða tónleikar föstudaginn 29. Júlí. Kl. 20. Fram koma Kira Kira, Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir og Framfari. Flutt verður m.a. tónlist spunnin út frá ljóðum Steins Steinarrs. Einnig mun Ragnheiður Ólafsdóttir koma fram og kveða úr rímum Steins og stemmur frá svæðinu.

Uppbyggingarsjóður Vestfjarða styrkti viðburðinn.

DEILA