Gönguhátíð í Súðavík um verslunarmannahelgina

Frá gönguhátíðinni í fyrra. Mynd: sudavik.is

Gönguhátíð verður um verslunarmannahelgina 2022 29. júlí – 1. ágúst. Það eru Göngufélag Súðavíkurhrepps, Vesens og vergangs og Súðavíkurhreppur sem standa að hátíðinni.

Emil Ingi Emilsson, formaður Ferðafélags Ísfirðinga segir að félagið auglýsi þessar göngur en þessa ferðahelgi er engin ganga á vegum þess. „Það vill með þessu sýna samstöðu með Súðvíkingum og hvetur um leið félagsmenn sína til að taka þátt í gönguferðum þeirra.“ segir Emil.

Dagskrá gönguhátíðar:

28. júlí – barsvar (pub quiz) á Melrakkasetrinu hefst kl. 20:00. Þátttakendur geta pantað mat á Melrakkasetrinu í síma 456 4922.

29. júlí – föstudagur Hattardalsfjall – 2-3 skór

Fararstjórn: Anna Lind Ragnarsdóttir og Barði Ingibjartsson. Morgunmatur í Jóni Indíafara kl. 8:10 og brottför kl. 9:00 frá Verslun. Áætlaður göngutími er 5-6 klst. Hækkun uþb 600 m. Sameinast í bíla.

Brenna fyrir neðan Súðavíkurskóla kl. 20:30.

30. júlí – laugardagur – Lambadalsskarð og til baka – 2-3 skór

Fararstjórn: Anna Lind Ragnarsdóttir og Barði Ingibjartsson. Morgunmatur í Jóni Indíafara kl. 8:10 og brottför kl. 9:00 frá Verslun. Áætlaður göngutími 7-8 klst. og hækkun um 800 m. Sameinast í bíla.

30. júlí – laugardagur – Valagil – láglendisganga – 1 skór

Fararstjórn: Anna Lind Ragnarsdóttir og Barði Ingibjartsson. Morgunmatur í Jóni Indíafara kl. 8:10 og brottför kl. 9:00 frá Verslun. Áætlaður göngutími er um 1 klst. og hækkun óveruleg. Létt ganga.

Opið grill í Raggagarði – allir mæti með grillkjöt og meðlæti og eigin drykki frá 18:00 – 20:00.

Ball (diskó) 20:30 – 24:00 í Samkomuhúsinu í Súðavík. Allir mæti með eigin drykki.

31. júlí – sunnudagur – Skálavík – Bakkaskarð – Galtarviti 2-3 skór

Fararstjórn: Anna Lind Ragnarsdóttir og Barði Ingibjartsson. Morgunmatur í Jóni Indíafara kl. 8:10 og brottför kl. 9:00 frá Verslun. Áætlaður göngutími er 8-9 klst. Hækkun 880 m. Sameinast í bíla.

31. júlí – sunnudagur – Ögurganga – 1-2 skór

Fararstjórn: Guðfinna Hreiðarsdóttir. Brottför kl. 12:00 frá Ögri. Ath! Það er rúmlega 1 klst. akstur í Ögur frá Súðavík. Athugið að greitt er sérstaklega fyrir þessa ferð á staðnum og kaffi og meðlæti innifalið.

1. ágúst – mánudagur – Kofri – 2-3 skór

Fararstjórn: Anna Lind Ragnarsdóttir og Barði Ingibjartsson. Morgunmatur í Jóni Indíafara kl. 8:10 og brottför kl. 9:00 frá Verslun. Áætlaður göngutími er um 4-5 klst. og hækkun um 600 m. Sameinast í bíla.

Vakin er athygli á því að skráning í göngurnar þarf að liggja fyrir í síðasta lagi fimmtudaginn 28. júlí.

Morgunmatur verður alla daga í Kaupfélaginu (verslun) – er innifalinn ef keyptur er pakki með öllum ferðunum. Upplýsingar um göngurnar og farastjórn er á Facebook síðu gönguhátíðar.

Verð í göngur á Gönguhátíðinni eru eftirfarandi:

Ef keyptur er aðgangur í allar göngurnar er verðið kr. 10.000.- og er þá innifalið morgunmatur í Jóni Indíafara alla göngudagana, brenna og ball í Samkomuhúsinu í Súðavík. Verð í allar göngur fyrir elli- og örorkulífeyrisþega kr. 5000.

Hægt er að kaupa í stakar göngur. Lengri göngur kr. 3000, styttri göngur kr. 1500. 

Þátttakendur mæta í göngur á eigin ábyrgð og er bent á að hafa ferða- og slysatryggingar í lagi. Almennir fyrirvarar gilda um göngur út frá veðri og aðstæðum. Ef fella þarf niður göngur vegna veðurs eða aðstæðna verður stefnt á að hafa aðrar göngur í staðinn ef hægt er.

Farastjórar: Anna Lind Ragnarsdóttir s. 893 4985 og Barði Ingibjartsson s. 846 6350

Einnig veita upplýsingar: Bragi Þór Thoroddsen s. 868 9272  

 

DEILA