Reykhólar: fjölskylduskemmtun 17. júní

Hvannagarðabrekka. Mynd: reykholar.is

Hátíðahöld föstudaginn 17. júní verða í Hvanngarðabrekkunni á Reykhólum að þessu sinni, undir umsjá Reykhóladeildar Lions. Dagskráin hefst kl. 14.

Félagar úr Lions grilla pylsur fyrir gesti, unglingar úr Nemendafélagi Reykhólaskóla verða með opna sjoppu og sjá um leiki með börnum á öllum aldri.

Í Reykhólabúðinni verður opið, þar verður hægt að fá kaffiveitingar milli kl. 13 og 17.

Allir hjartanlega velkomnir,

Reykhóladeild Lions og Nemendafélagið.

DEILA