Ljóðadagskrá í Steinshúsi á Langadalsströnd

Anton Helgi Jónsson.

Í Steinshúsi verður ljóðadagskrá á Hamingjudögum, sem hefjast á morgun og standa fram á sunnudag.

Ljóðskáldin Anton Helgi Jónsson og Brynja Hjálmsdóttir flytja eigin ljóð.  Anton Helgi mun lesa upp fimmtudagskvöldið 23. júní kl. 20 og segja frá áhrifum Steins á ljóð sín. Brynja Hjálmsdóttir, sem nýlega hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör, mun lesa upp eigin ljóð og spjalla um þau og áhrif Steins á ljóðagerð sína laugardagskvöldið 25. júní kl. 20.

Brynja Hjálmsdóttir.

Uppbyggingarsjóður Vestfjarða styrkti viðburðina.

DEILA