Ísafjarðarbær: Opinber heimsókn forseta Íslands

Frá heimsókn forseta ísalnds í Skaftárhrepp í síðustu viku. Mynd: forseti.is

Ísafjarðarbær tekur á móti forsetahjónunum Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid sem koma í opinbera heimsókn til sveitarfélagsins 7.-8. júní.

Í tilefni heimsóknarinnar verður skrúðganga og opið hús fyrir alla íbúa sveitarfélagsins í dag þriðjudaginn 7. júní. Gangan leggur af stað frá Ísafjarðarkirkju kl. 16:15 og verður haldið niður Hafnarstræti og Aðalstræti með viðkomu á Silfurtorgi þar sem verður fjöldasöngur undir stjórn Bjarneyjar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur. Að söng loknum verður marserað áfram niður í Edinborgarhús þar sem boðið er til opins húss með forsetahjónunum. Tónlistaratriði verða á völdum viðkomustöðum skrúðgöngunnar.

Dagskrá opins húss:

  • Ávarp forseta
  • Ávarp bæjarstjóra
  • Dansatriði frá LRÓ
  • Léttar kaffiveitingar

Íbúar eru hvattir til að taka þátt í dagskránni til heiðurs forsetahjónunum og nýta tækifærið að spjalla við þau á opnu húsi. Þau sem eiga þjóðbúninga eru sérstaklega hvött til að skrýðast þeim við þetta tilefni.

DEILA