Musiandra – tónleikar í dag

Skjáskot tekið þegar nemendur voru að æfa á milli landa í vetur

Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar tekur þátt í Evrópuverkefninu Musiandra sem nýtur styrkja frá Erasmus +. Verkefnið er víðtækt og felur í sér að tónlistar- og sviðslistafólk geti æft og undirbúið listsköpun sína í gegnu netið eða látið það vera vettvang listsköpunarinnar. Verkefnið hefur það markmið m.a. að skapa tæknilega umgjörð og brúa menningarheima.

Vikuna 22. – 29. maí tekur skólinn á móti samstarfsaðilum frá Berlín og Izmir í Tyrklandi. Auk þeirra eru samstarfsaðilar frá París og Salzburg.

Sex píanónemendur skólans vinna ásamt 4 nemendum frá Berlín að undirbúningi tónleika með verkum eftir J. Brahms og Seiber. Undirbúningurinn hefur farið fram á netinu á milli landanna en verkefnið snýst um að æfa og spila saman á netinu og þróa möguleika tækninnar.

Síðastliðið haust fóru nemendur LRÓ til Berlínar og í framhaldi voru fyrstu tónleikarnir með fjórhentu samspili 21. janúar s.l á netinu.

Tónleikar tengdir verkefninu verða í Edinborgarsalnum í dag, 26. maí kl. 17:00 og eru allir velkomnir.

DEILA