Ísafjörður: Fjallahjólanámskeið fyrir börn og ungmenni

Hjólreiðadeild Vestra býður upp á fjallahjólanámskeið fyrir börn frá 8 ára aldri (2014) og upp í unglinga og ungmenni.

Endanleg hópaskipting ræðst af þátttöku, en gert er ráð fyrir tveimur hópum. Námskeiðið fer fram á Ísafirði dagana 21.-22. maí.

Hópur 1: Kl. 9:00 – 11:30 (yngri hópur)

Hópur 2: Kl. 12:30 – 15:00 (eldri hópur)

Þjálfarar á námskeiðinu eru þau Gunnhildur I. Georgsdóttir og Helgi Berg Friðþjófsson, en bæði hafa þau menntað sig í fjallahjólakennslu fyrir börn og fullorðna.

Dagur 1

Hjólið og hjólaferðir – öryggisatriði, búnaður, hvað þarf í hjólaferðir o.s.frv.

Grunnatriði og æfingar í öruggu umhverfi. Staðan á hjólinu, bremsutækni, jafnvægisæfingar o.s.frv. Hjólaferð þar sem þessi atriði eru æfð frekar.

Dagur 2

Upprifjun frá degi 1. Farið yfir fleiri grunnatriði sem eru æfð í öruggu umhverfi, m.a. gírun, beygjur, skimun o.fl. Lengri hjólaferð þar sem þessi grunnatriði eru æfð og rædd enn frekar, bæði frá degi 1 og 2. Upprifjun, ýmsir leikir fyrir grunnatriði endurteknir og slútt.

Nánari uplýsingar á heimasíðu Vestra

DEILA