Góð gjöf til Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða

Á myndinni eru þær Guðrún Ólöf Jónsdóttir og Erla Rún Sigurjónsdóttir ljósmæður

Kvenfélagasamband Íslands varð 90 ára árið 2020.

Vegna þessara tímamóta varð til hugmynd um að gefa gjöf til íslenskra kvenna sem nýttist sem víðast og sem flestum konum. Hluti af þeirri gjöf hefur nú borist fæðingardeildinni á Ísafirði, en það er nýr Philips Avalon FM30 fósturhjartsláttarsíriti.

Síðari hluta gjafarinnar er væntanlegur bráðlega, en það er tenging við sænskt kerfi sem kallast Milou en það kerfi heldur rafrænt utan um fósturhjartsláttarrit og gerir kleift að:

• Sleppa pappír

• Vista ritin rafrænt

• Fá álit frá öðrum fagmanni af annarri stofnun eða að heiman sem góður kostur þar sem ekki er fæðingarlæknir í húsi og aðeins ein ljósmóðir á vakt í einu.

DEILA