Ferðafélag Ísfirðinga: Gönguferð um Arnardal -einn skór -laugardaginn 28. maí

Fararstjórn: Hjörtur Arnar Sigurðsson. Mæting: Kl. 10 við Bónus og 10:15 í Arnardal.

Stundum var talað um dalina tvo ,,Fremri“ og ,,Neðri“ en byggð hefur verið í Arnardal frá landnámi. Fyrst verður gengið um Neðri – Arnardal og síðan inn Fremri – Arnardal. Það er margt að skoða og segja frá á svæðinu og Hjörtur fararstjóri þekkir svæðið eins og lófana á sér. Gangan er áreynslulítil þar sem að það er að mestu gengið á jafnsléttu og þá eftir vegi. 

Þess má geta að Fremri – Arnardalur er fæðingarstaður stjórnmálaleiðtogans Hannibals Valdimarssonar. Þar eru minjar um gamla bæinn. Jörðin var reyndar nýtt sem tvíbýli og þar má einnig sjá tveggja hæða íbúðarhús. Það hefur verið nýtt sem sumarhús eftir að hætt var að búa á jörðinni.

Vegalengd um 5 km, göngutími er áætlaður 3 – 4 klst.

DEILA