Edinborgarhúsið: Þjóðlagatríó Ásgeirs Ásgeirssonar heldur tónleika föstudaginn 6. maí kl. 20:00

Tríóið mun leika íslensk þjóðlög í útsetningum Ásgeirs. Á undaförnum árum hefur Ásgeir gefið út þríleik með íslenskum þjóðlögum, hljóðritaðar í Istanbul, Plovdiv og Teheran. Plöturnar þrjár innihalda sungin og ósungin lög en tríóið mun leika “instrumental” útgáfur af nokkrum af perlum íslenska þjóðlagaarfsins. Ásgeir hefur á undanförnum árum sérmenntað sig í leik strengjahljóðfæra frá Mið-Austurlöndum og Suðaustur-Evrópu og hann leika á arabíska og tyrkneska lútu, griskt bouzouki og búlgarska tambouru.

Með honum í tríóinu munu leika þeir Erik Qvick á slagverk og Þorgrimur Jónsson á kontrabassa.

Aðgangseyrir: 3.000 kr. 

Miðasala við hurðina.

DEILA