Sumardagurinn fyrsti á fimmtudag

Margir eru nú að yfirgefa Vestfirði eftir að hafa notið góða veðursins sem leikið hefur við landsfjórðunginn undanfarna daga. Samkvæmt spá Veðurstofunnar eru ekki mikla breytingar í kortunum.

Á morgun er spá fremur hægri austlægri átt og skýjað með köflum, en 5-10 m/s seinnipartinn á morgun. Hiti 2 til 7 stig yfir daginn. Annars er veðurspáin næstu daga þannig:

Á miðvikudag:
Austan og suðaustan 10-18 m/s og rigning með köflum, einkum sunnan til, en hægari og þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi. Hiti 3 til 10 stig. Dregur úr vindi seinnipartinn.

Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti) og föstudag:
Austan og suðaustan 3-10 og víða bjartviðri, en skýjað með köflum með suður- og austurströndinni. Hiti 5 til 13 stig.

Á laugardag og sunnudag:
Fremur hæg breytileg átt og skýjað með köflum. Kólnar heldur.

DEILA