Ísafjörður: Hátíðartónleikar í Hömrum á morgun, sunnudag

Ísfirsku bræðurnir Makymilian Haraldur, Mikolaj Ólafur og Nikodem Júlíus Frach halda hátíðartónleika

í Hömrum n.k. sunnudag 1. maí kl. 16:00. Bræðurnir stunda nú allir framhaldsnám við Tónlistarakademíuna í Kraká og eru verðlaunahafar alþjóðlegra tónlistarkeppna. 

Sérstakur gestur á tónleikunum verður Piotr Tarcholik, konsertmeistari NOSPR sem er ein af leiðandi Sinfóníuhljómsveitum

í Evrópu en hann mun flytja ásamt bræðrunum ein fallegustu kammerverk sígildu tónlistar.

Aðgangur er ókeypis en það verða frjáls framlög í hljóðfærasjóð tónlistarmanna.

Allir eru hjartanlega velkomnir!

Verkefnið er á vegum Vestfjarðastofu. 

DEILA