Hólmavík: kór Akraneskirkju með tónleika

Kór Akraneskirkju verður með tónleika í Hólmavíkurkirkju laugardaginn 23. apríl nk. kl. 16:00. Á dagskrá kórsins er efni um vorboðana ljúfu, farfuglana, sem flykkjast til landsins núna.

Fuglakabarett eftir Hjörleir Hjartarson og Daníel Þorsteinsson, ásamt nokkrum vorboðandi lögum. Stjórnandi Kórs Akraneskirkju er Hilmar Örn Agnarsson. Viðar Guðmundsson kórstjóri og organisti mun sjá um undirleik. Dagskráin er létt í anda vorkomunar. Allir velkomnir!

DEILA