Edinborgarhúsið: Ísafjarðarbær styrkir ráðningu rekstrar- og viðburðarstjóra

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að veita Edinborgarhúsinu 7,5 m.kr. styrk á þessu ári til þess að unnt verði að ráða rekstrar- og viðburðarstjóra. Miðað er við að ráðið verði í stöðuna í maímánuði.

Eftir fund bæjarráðsins við stjórn Edinborgarhússins í mars sl. varð samkomulag um að óskað yrði eftir tímabundnu framlagi frá Ísafjarðarbæ þar sem unnið er að menningarstefnu Ísfjarðarbæjar og að hún er ekki tilbúin.

Þessari ráðstöfun er ætlað að leysa úr bráðavanda Edinborgarhússins í starfsmannamálum en janframt gefa nýrri bæjarstjórn færi á að vinna málið áfram með framtíðarlausn í huga, í samræmi við menningarstefnu bæjarins, og samhliða fjárhagsáætlunargerð ársins 2023.

Í minnisblaði sviðsstjóra um málið segir að árið 2016 hafi runnið út samningur Ísafjarðarbæjar og Edinborgarhússins
um uppbyggingu hússins, og síðan þá hafi verið reynt að vinna að öruggum rekstrargrundvelli hússins til framtíðar, s.s. með gerð þríhliða samnings milli Ísafjarðarbæjar, hússins og ríkisins, en þó án árangurs. Hafa því erindi vegna framtíðar hússins borist bæjarráði frá árinu 2017, og stjórn hússins komið ítrekað til fundar um málefnið, þó án þess að niðurstaða náist um framtíðarskipan mála.

Árið 2014 var tekin ákvörðun hjá stjórn hússins að ráða rekstrar- og viðburðastjóra í fullt starf og vars vo fram til 2019.

Ísafjarðarbær hefur ekki greitt rekstrarstyrk til Edinborgarhússinu frá lokum fyrrgreinds samnings árið 2016, ef frá er talinn styrkur sem samþykktur var í lok árs 2020. En þá náðist sá áfangi að mennta- og menningarmálaráðnuneytið lagði til 4,5 m.kr. styrk til hússins, og greiddi Ísafjarðarbær 4 m.kr. sem mótstyrk.

Tillaga bæjarráðs verður afgreidd á fundi bæjarstjórnar á fimmtudaginn.

DEILA