Aldrei fór ég suður búðin

Búðin okkar á Kaupfélagshorninu er opin í dag, og á morgun, og hinn og hinn og heilan hellings slatta meir.

Eins og þau ykkar sem hafa komið við í Aldrei-búðinni okkar hafið mögulega tekið eftir voru ekki gerðar nýjar húfur fyrir Aldrei 2022.

Ástæðan er fyrst og fremst að við vildum vera pínu umhverfisvæn og koma húfum fyrri ára í umferð áður en við ráðumst í framleiðslu á nýjum. Það er semsagt til böns af húfum í búðinni, með bleikum, grænum og gulum texta og endurskinstexta.

Þessar upplýsingar og margar aðrar um ALDREI FÓR ÉG SUÐUR hátíðina má finna á facebook síðu hátíðarinnar og á aldrei.is

DEILA