Sólrisuhátíð M.Í: sýnir leikritið ekki um ykkur

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði mun sýna leikritið ekki um ykkur eftir Gunnar Gunnsteinsson á Sólrisuhátíð skólans sem hefst í þessari viku. Höfundurinn er jafnfram leikstjóri. Gunnar sagði í samtali við Bæjarins besta að leikritið hafi fyrst verið sett upp á Egilsstöðum 1997, en búið vær að staðfæra það og aðlaga breyttum tíma.

Gunnar Gunnsteinsson.

Söguþráðurinn er að vinahópur hittist út á landi í jarðarför eins úr hópnum og ákveðið er að skella sér í sumarbústað. Sýnt er frá vinahópnum á tveimur tímaskeiðum, annars vegar skömmu fyrir hrunið 2008 og hins vegar fyrir kóvid þar rifjaðir eru upp gamlir og nýir tímar.

Alls eru um 20 leikarar sem koma fram, allt nemendur í Menntaskólnum.

Leikritið verður frumsýnt 11. mars og sýningum lýkur 19. mars. Alls verða sýningarnar átta og sýnt verður í Edinborgarhúsinu.

DEILA