Ólympíufarinn Snorri boðinn velkominn heim

Í síðustu viku gafst loksins færi á að bjóða ólympíufarann hann Snorra Einarsson velkominn heim.

Móttaka Ísafjarðarbæjar fór fram á leikskóladeildinni Tanga á Ísafirði, en krakkarnir þar héldu einmitt sína eigin Ólympíuleika á dögunum.

Snorri sat fyrir svörum og var meðal annars spurður hvenær hann hefði byrjað á gönguskíðum og hvernig hann væri svona duglegur.

Þá var hann spurður hvaða íþróttanammi honum fyndist best. Svarið var „snakk og súkkulaði“ sem vakti mikla lukku hjá hópnum.

Krakkarnir fengu svo að skoða keppnisnúmer Snorra og ýmsa minjagripi sem hann kom með heim frá Beijing.

DEILA