Mikill halli á rekstri Ísafjarðarbæjar

Ísafjörður. Horft yfir Skutulsfjarðareyrina. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Áætlað er að ársreikningur Ísafjarðarbæjar verði lagður fyrir bæjarráð 4. apríl næstkomandi.

Samantekinn ársreikningur eins og hann er nú sýnir rekstrartap upp á 343,3 m.kr. fyrir árið 2021. Fjárhagsáætlun fyrir sama tímabil gerði ráð fyrir rekstrarafgangi upp á 102,6 m.kr.

Rekstrartekjur eru hærri en áætlun gerði ráð fyrir sem nemur 50 m.kr. og rekstrargjöld eru hærri en áætlun gerði ráð fyrir sem nemur 382 m.kr.
Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld eru 10 m.kr. hærri en áætlað var en söluhagnaður eigna er 104 m.kr. undir áætlun. Rekstrarniðurstaðan er því 446 m.kr. lakari en áætlun gerði ráð fyrir.

Athuga ber þó að um óendurskoðaðar tölur er að ræða og gætu þær tekið breytingum við endurskoðun sem fer nú fram.
Helstu skýringar þessa frávika frá áætlun má draga saman í tvær. Annars vegar breyting lífeyris- og orlofsskuldbindingar sem er 350 m.kr. fram úr áætlun vegna breyttra forsenda. Hins vegar lægri söluhagnaður sem er 104 m.kr. undir áætlun. Þetta kemur fram í minnisblaði sem lagt hefur verið fram í bæjarráði


DEILA