Merkir Íslendingar – Jón E. Guðmundsson

Jón Eyþór Guðmunds­son fædd­ist á Pat­reks­firði 5. janú­ar 1915. For­eldr­ar hans voru Guðmund­ur Jóns­son smiður, f. 1872, d. 1937, og Val­gerður Krist­ín Jóns­dótt­ir hús­móðir, f. 1876, d. 1968.

Jón var frum­kvöðull brúðuleik­húslist­ar hér á landi, lagði stund á nám í mynd­list, fyrst á Íslandi, en árið 1939 var Jóni veitt­ur náms­styrk­ur Dansk-ís­lenska fé­lags­ins og var hann við mynd­list­ar­nám í Kaup­manna­höfn í tvö ár.

Eft­ir að Jón sneri heim frá námi starfaði hann sem mynd­list­ar­kenn­ari, fyrst við Flens­borg­ar­skóla, Miðbæj­ar­skól­ann og loks við Barna­skóla Aust­ur­bæj­ar.

Jón kynnt­ist brúðuleik­húslist, þegar hann var við nám í Dan­mörku og ásetti sér að kynna lönd­um sín­um þessa list­grein. Skömmu eft­ir að hann sneri aft­ur til lands­ins stofnaði hann Íslenska brúðuleik­húsið. Um ára­bil ferðaðist hann um landið með brúðuleik­hús sitt. Síðar kom Jón á lagg­irn­ar brúðuleik­hús­bíl, sem hann ferðaðist einnig með vítt og breitt.

Jón var um tíma for­seti UNI­MA, alþjóðlegra sam­taka brúðuleik­hús­gerðarmanna.

Jón hélt fjöl­marg­ar sýn­ing­ar bæði á brúðum sín­um, högg­mynd­um og mál­verk­um. Jón sótti viðfangs­efni list­ar sinn­ar til ís­lenskra þjóðsagna og í líf ís­lenskr­ar alþýðu.

Jón var kvæntur Val­gerði M. Eyj­ólfs­dótt­ur, f. 6.10. 1917, d. 9.3. 2000, og eignuðust þau fjög­ur börn.

Jón lést 28. maí 2004.


Morgunblaðið.
Skráð af Menningar-Bakki

DEILA