Úrkomuslæður

Einstaka sinnum þegar úrkoma fellur úr skýjum nær hún ekki til jarðar heldur gufar upp á leiðinni.

Þetta fyrirbæri kallast úrkomuslæður (e. virga) og má sjá á meðfylgjandi myndum. Ástæður fyrir uppgufuninni geta verið margvíslegar, t.d. getur lágt rakastig eða hærra hitastig loftsins í lægri hæðum stuðlað að uppgufun. Einnig getur rísandi loft hindrað úrkomuna í að ná til jarðar.

Úrkomuslæður eru algengar á svæðum með þurru loftslagi.

Samkvæmt skýjabók Alþjóðaveðurfræði-stofnunarinnar (WMO) myndast úrkomuslæður aðallega út frá maríutásum, netjuskýjum, grábliku, regnþykkni, flákaskýjum, bólstraskýjum eða skúraskýjum.

Af vedur.is /Birta Líf Kristinsdóttir

DEILA