Hagstofan gerir upp árið á myndbandi

Hagstofa Íslands hefur gefið út nýtt myndskeið sem nefnist Horft um öxl. Þar er litið yfir farinn veg og fjallað um nokkrar helstu breytingar á árinu sem er að líða.

Þar kemur meðal annars fram að Jón og Guðrún haldi sem fyrr stöðu sinni sem algengustu nöfnin og að landsmönnum hafi fjölgað um rétt rúmlega sex þúsund.

Einnig er fjallað um ævilengd, verðbólgu og vexti, lífslíkur og covid.

DEILA