Eingreiðsla til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega greidd út

Tryggingastofnun ríkisins hefur greitt 24.406 örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum eingreiðslu sem nemur allt að 53.100 krónum.

Í ljósi þeirra sérstöku aðstæðna sem nú ríkja vegna Covid-19 heimsfaraldursins telst eingreiðslan ekki til tekna lífeyrisþega og verður því skattfrjáls auk þess sem greiðslan mun ekki leiða til skerðingar á öðrum greiðslum, en hóparnir fengu samskonar greiðslu í fyrra.

Þeir örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar sem hafa fengið greiðslur alla mánuði ársins fá fulla greiðslu en upphæð eingreiðslunnar til þeirra sem hafa fengið greiðslur hluta úr ári er í hlutfalli við fjölda þeirra mánaða ársins sem viðkomandi hefur átt rétt á greiðslum.

DEILA