Hópsmit á Patreksfirði

Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru nú þrettán smitaðir af Covid-19 á sunnanverðum Vestfjörðum, flestir á Patreksfirði.

Talsverður hópur fór í sýnatöku í gær og ekki eru komnar niðurstöður úr öllum sýnum. Unnið er að smitrakningu.

Smitin eru mjög víða í samfélaginu, margir komnir í sóttkví og fleiri geta bæst við.

Vettvangsstjórn almannavarna hefur verið virkjuð. Viðbúið er að röskun verði á margvíslegri starfsemi í dag og næstu daga.

Opið verður í sýnatöku kl. 21:00 í kvöld og aftur frá kl. 08:00 á morgun, miðvikudag. Allir íbúar með einkenni (þó þau séu lítil) eða tengsl við smitaða einstaklinga eru velkomnir.

Sýnatakan verður í Félagsheimilinu, gengið inn við norðvestur-enda hússins. Búið er að opna fyrir bókanir á Heilsuveru.

DEILA