Hamrar Ísafirði: óperuperlur á fimmtudaginn

Mynd af söngvurunum. Mynd. Francisco Javier

Tónlistarfélag Ísafjarðar stendur fyrir metnaðarfullum tónleikum í Hömrum á fimmtudaginn sem nefnast óperuperlur.

Sannkallað stjörnulið söngvara kemur þar fram.

Kristinn Sigmundsson, Hanna Dóra Sturludóttir, Oddur Arnþór Jónsson, Gissur Páll Gissurarson, Sigrún Pálmadóttir og Guðrún Dalía flytja aríur og samsöngsatriði úr óperum eftir Beethoven, Donizetti, Gounod, Mozart, Nicolai, Saint-Saëns og Verdi.

Tónleikarnir hefjast kl 20.

Hægt er að kaupa miða á Tix.is.

DEILA