Fjögur sveitarfélög á Vestfjörðum fá tekjujöfnunarframlög 2021

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um áætlaða úthlutun tekjujöfnunarframlaga ársins 2021.

Að teknu tilliti til ráðstöfunarfjármagns sjóðsins nemur áætluð heildarfjárhæð framlaganna 1.400 m.kr. sem er hækkun um 150 m.kr. frá árinu 2020. Við útreikning framlaganna er gengið út frá hámarkstekjumöguleikum sveitarfélaga af útsvari og fasteignaskatti. Einungis kemur til greiðslu framlags hafi sveitarfélög fullnýtt heimild sína til álagningar útsvars.

Áætluð heildarfjárhæð framlaganna er 1.400 m.kr. sem er hækkun um 150 m.kr. frá árinu 2020.

Sveitarfélögin fjögur á Vestfjörðum sem fá bættar lægri útsvarstekjur og fasteignaskatta á árinu eru Strandabyggð sem fær 6.836.868 kr. Bolungarvíkurkaupstaður 6.419.968 kr. Vesturbyggð 2.123.047 kr. og Reykhólahreppur 7.012.252 kr.

DEILA