Fæðingar ekki fleiri á einum ársfjórðungi síðastliðin tíu ár

Á þriðja ársfjórðungi 2021 fæddust 1.310 börn og hafa fæðingar á einum ársfjórðungi ekki verið fleiri frá byrjun útgáfu ársfjórðungstalna í janúar 2010.

Alls létust 580 einstaklingar á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma fluttust 2.530 einstaklingar til landsins umfram brottflutta. Aðfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 340 umfram brottflutta en aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 2.190 fleiri en þeir sem fluttust frá landinu. Fleiri karlar en konur fluttust frá landinu.

Samtals bjuggu 374.830 manns á Íslandi í lok þriðja ársfjórðungs 2021, 192.210 karlar og 182.620 konur og er karlar því 9590 fleiri en konurnar.

Það skal þó tekið fram að kynhlutlausir voru 55 en vegna smæðar hópsins er honum dreift af handahófi á milli karla og kvenna.

Erlendir ríkisborgarar voru 54.140 eða 14,4% af heildarmannfjöldanum.

DEILA