EPTA-píanókeppnin í Salnum – fimm Ísfirðingar keppa

Fimmtudaginn 4. nóvember hefst EPTA-píanókeppnin í Salnum í Kópavogi, en það er eins konar Íslandsmeistarakeppni fyrir nemendur í píanóleik. Fimm píanónemendur úr Tónlistarskóla Ísafjarðar hafa æft af kappi undanfarið undir handleiðslu Beötu Joó.

Í  flokki 10 ára og yngri eru: Iðunn Óliversdóttir, Kolbeinn Hjörleifsson og Sædís Ylfa Þorvarðardóttir.

Í flokki 14 ára og yngri tekur þátt Guðrún Hrafnhildur Steinþórsdóttir og í flokki 18 ára og yngri tekur þátt Matilda Harriet Mäekalle. 

Keppni sem þessi er góð vítamíngjöf fyrir nemendur og eru krakkarnir að vonum spenntir að hitta nemendur hvaðanæva af landinu segir Bergþór Pálsson skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar.