DOKKAN BRUGGHÚS með markaðsdag á laugardag

Vörur úr héraði er markaður sem verður í Dokkunni brugghús, Sindragötu 14, 400 Ísafirði frá kl. 14-17 á laugardag.

Þar er framleiðendum á Vestfjörðum boðið að koma með vöruna sína og kynna fyrir gestum og gangandi. Þeir sem eru nú þegar búnir að boða komu sína eru:

Kertahúsið sem framleiðir kerti með áherslu á byggingum sem tengjast Vestfjörðum. Sjá kertahusid.is
Litlabýli Flateyri rekur gistingu á Flateyri ásamt því að selja allt sem
þarf í hjónabandssælu. Sjá litlabyli.is
Brjánslækur sem selur unnar kjötvörur beint frá býli. Sjá brjanslaekur.is
Saltverk Reykjanesi við Ísafjarðardjúp framleiðir salt. Sjá saltverk.is
Nina Ivanova listamaður Sjá facebook
Mjallarföt Breiðavík saumar barnafatnað Sjá facebook
Borgný á Þingeyri handverkskona sem er með ýmislegt úr íslensku ullinni.

Sæbjörg Freyja Flateyri sem selur sveitakæfa og egg.
Samúel Einarsson Ísafirði er tónlistamaður
Martha Örnólfsdóttir Ísafirði handverkskona sem framleiðir kerti.

Munum að gæta vel að öllum sóttvörnum og auðvitað er grímuskylda.

DEILA