Piff: góð aðsókn og sýndar myndir frá 30 löndum

Hluti gesta hátíðarinnar ásamt skipuleggjendum hátíðarinnar.

Um síðustu helgi var kvikmyndahátíðin The Pigeon International Film Festival eða PIFF, haldin á norðanverðum Vestfjörðum. Sýnt var á Ísafirði, Súðavík, Suðureyri og í Bolungarvík.
Í lok hátíðar á sunnudag var verðlaunahátíð í Dokkunni Brugghús. Mugison kom og flutti nokkur lög við mikinn fögnuð og heillaði hann mjög erlendu gestina sem sóttu hátíðina, með tónum sínum og framkomu.

Alls sóttu 498 myndir um að sýna á hátíðinni og voru sýndar myndir frá 30 mismunandi löndum.

Verðlaun fyrir bestu stuttmyndina fékk pólska myndin The Dress. Losti kynhneigð og kynlíf, eru dýpstu þrár Júlíu sem vinnur á vegahóteli og kynnist þar vörubílstjóra, sem fljótt verður þungamiðjan í hennar fantasíu.

Verðlaun fyrir bestu myndina í fullri lengd var ítalska myndin EST.
Kvikmyndin EST er mynd sem  byggð á sannri  sögu þeirra félaga Pago, Rice and Bibi, Sem fóru til Austur Evrópu frá Cesena á Ítalíu árið 1989. Þeir lenda í miklum æfintýrum og smygla meðal annars tösku inn í Bucharest, höfuðborg  Rúmeníu þar sem einræðisherrann Ceausescu ræður ríkjum.  Það er notuð myndbönd sem tekin voru í upprunulegu ferðinni og klippt listavel saman við myndina. Þetta er kvikmynd full af ítalskri frásagnargleði og sjarma. Það kemur engin ósnortinn út af þessari mynd.
Höfundar myndarinnar, Ítalirnir Andrea Rice og Maurizio Paganelli eru söguhetjur myndarinnar. En þeir komu til Ísafjarðar til að taka þátt í hátíðinni. Þeir óku um Vestfirði í 2 daga með það í huga að finna tökustaði fyrir næstu mynd.

Myndin Owls, eða Uglur eftir Teit Magnússon var valin besta íslenska myndin.

Hyggja skipuleggjendur hátíðarinnar á að halda aðra hátíð að ári. Þakka þeir styrktaraðilunum vel fyrir stuðninginn. Án þeirra hefði hátí’in ekki komist þessari á koppinn.


Höfundar ítölsku myndarinnar EST Andrea Rice og Maurizio Paganelli með verðlaunagripi sína, en leikstjóri þeirra Antonio Pisu hreppti einnig verðlaun. Verðlaunagripina hannaði og framleiddi Margeir Haraldsson.
Aðstandendur íslensku myndarinnar Owls, eða Uglur. Leikarinn Bjartmar Einarsson, handritshöfundur og leikstjóri Teitur Magnússon ásamt klipparanum Arnóri Einarssyni. Myndin hreppti einnig verðlaun fyrir myndatöku, sem var í höndum hins hálfíslenska Joshua Ásbergs.

DEILA