Áformað er að fjarlægja úr fjörunni í Melavík í Árneshreppi um 50 grindhvali sem þar drápust.
Ríkisútvarpið hefur eftir Evu Sigurbjörnsdóttur, oddviti í Árneshreppi að stefnt sé að því að varðskipið komi á þriðjudag og að sveitungum hennar sé mjög létt að lausn sé fundin á málinu.
Áhöfnin á varðskipinu Þór muni þá taka þar rúmlega fimmtíu hræ sem liggja í fjörum um borð í skipið.
Varðskipinu verður síðan siglt út fyrir sjávarfallastrauma og hræjunum þá hent fyrir borð.