Eitt verð fyrir alla landsmenn

Pósturinn sendi nýlega út tilkynningu um hækkanir og breytingar á póstburðargjaldi sínu.

Bókakaffið á Selfossi sem einnig rekur verslun í Reykjavík hefur brugðist við þessum verðbreytingum Póstsins og í tilkynningu frá fyrirtækinu segir;

„Nú gildir ekki það sama fyrir Jón og séra Jón, dýrara verður fyrir fólk á landsbyggðinni að fá til sín pakka sendan með póstinum. Þar með er afnuminn sá jöfnuður sem verið hefur í póstsendingum landsmanna.

Til að sporna við þessum ójöfnuði höfum við hjá Bókakaffinu ákveðið að jafna gjaldið og verður fast gjald fyrir alla innanlandspakka upp að tveimur kílóum kr. 1390. Auk þess bendum við á að nú er sá valmöguleiki fyrir hendi að sækja pantanir frítt í verslanir okkar á Selfossi eða í Reykjavík.“

DEILA