Vestri -Víkingur í undanúrslitum Mjólkurbikarsins

Spila á Meistaravöllum ef ekki verður spilað á Ísafirði

Samúel Samúelsson, hjá knattspyrnudeildar Vestra, sagði í viðtali við Fótbolta.net að ákvörðun varðandi leikstað í leik Vestra gegn Víkingi verði tekin á fimmtudagskvöld.

Liðin eiga að mætast á Olísvellinum á Ísafirði á laugardag kl. 14:30 í undanúrslitum Mjólkurbikarsins en óvíst er hvort völlurinn verði leikfær.

Samúel greinir frá því í samtali við Vísi í gær að Meistaravellir, heimavöllur KR, verði varavöllur.

„Við vorum mest hræddir um að það yrði það mikil rigning á föstudag og laugardag að Olísvöllurinn yrði á floti. Nú á að vera þurrt á miðvikudag og fimmtudag, og á laugardag líka, sem gefur okkur smá bjartsýni.“

„Við þurfum að gefa svar á fimmtudagskvöld um hvort við teljum að leikurinn geti farið fram á Ísafirði eða ekki.“

„Ég geri svo ráð fyrir því að ef að við teljum að leikurinn geti farið hér fram þá muni KSÍ fá mann til að taka völlinn út. Lokaákvörðunin er ekki okkar en við gerum það sem við getum svo hægt verði að spila hérna,“
 sagði Samúel í í viðtali við Vísi.

Samúel segir að leikmenn Vestra muni æfa í Borgarnesi á morgun og á fimmtudag.

Á föstudag heldur hópurinn svo annað hvort heim á Ísafjörð eða til Reykjavíkur og æfir á leikstað fyrir leikinn mikilvæga.