Jarðarber ræktuð á sex hæðum

Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur á undanförnum mánuðum verið að undirbúa inniræktun á jarðarberjum til að nota í framleiðslu fyrirtækisins.

Stefnan er einnig sett á kryddjurtaræktun til ostagerðarinnar fljótlega á næsta ári.

Grunnflöturinn sem rækta á jarðarberin á er um 350 fermetrar og fer ræktunin fram á sex hæðum.

Þannig fást um 2.000 fermetra til ræktunar sem ættu að geta gefið um 20 tonn af jarðarberjum á ári.

„Ræktað er í lokuðu rými í vatni undir Led-ljósum og stjórnum við því öllum umhverfisþáttum sjálf og erum algjörlega óháð öllum utanaðkomandi þáttum.“ segir Hálfdán Óskarsson framkvæmdastjóri Örnu í viðtali við Bændablaðið.

DEILA