Hefur lokið störfum

Á dögun var þessi slökkvibíll af gerðinni Ford 600 kvaddur með viðhöfn eftir langa og farsæla þjónustu.

Hann kom til Ísafjarðar árið 1964 og hefur verið í notkun alla tíð síðan, nú síðast á Suðureyri.

Bíllinn verður framvegis hafður til sýnis í Slökkviliðsminjasafn Íslands í safnamiðstöðinni í Ramma á Fitjum í Reykjanesbæ en verður áfram í eigu Ísafjarðarbæjar.

Hann kostaði 600 þúsund (um 14 milljónir að núvirði) þegar hann kom og fékk Ísafjarðarbær lán til kaupann hjá Brunabótafélagi Íslands.

.

DEILA