Ásbjörn Blöndal, framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá HS Orku segir að samningaviðræður hafa staðið yfir um nokkurt skeið við Landsnet um um tengingu Hvalárvirkjunar við tengipunktinn sem setja á upp í Ísafjarðardjúpi og að þeim viðræðum sé ekki lokið. „Væntingar okkar eru þær að það náist á árinu.“ segir Ásbjörn.
Landsnet sendi frá sér í gær þá athugasemd að Landsnet væri í biðstöðu með undirbúning vegna þess að Vesturverk hefur ekki gert skuldbindandi samning við Landsnet um tengingu Hvalárvirkjunar við tengipunktinn sem setja á upp í Ísafjarðardjúpi. Fram undan væru kostnaðarsamar aðgerðir við undirbúning á tengingu Hvalárvirkjunar við tengipunktinn í Djúpinu og það væri ekki hlutverk Landsnets að fjármagna þann hluta og að fyrirtækið hafi ekki heimild til að gera það.
Vesturverk hefur hægt á undirbúningi virkjunar Hvalár svo hann verði samhliða skipulagsvinnu við tengilögn frá virkjun að nýrri tengistöð sem er í undirbúningi við innanvert Ísafjarðardjúp.