Uppskrift vikunnar: fiskréttur

Þessi fiskréttur er í miklu uppáhaldi hjá mér. Einfaldur, góður og gengur vel ofan í alla í fjölskyldunni. Fann þessa uppskrift í Mogganum fyrir mörgum árum, man því miður ekki frá hverjum hún er upprunalega.

Þetta er svona einfaldasta útgáfan en ég hef oft bætt við allskonar grænmeti, rækjum og jafnvel beikoni. Um að gera að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín.

 

1/2 líter súrmjólk

1 bolli majónes

1 tsk karrý

1/2 tsk túrmerik

1 tsk aromat

1 tsk svartur pipar

1 niðurskorið epli

1/4 dós brytjaður ananas

800 g beinlaus ýsa eða þorskur

rifinn ostur

 

 

Hitið ofninn í 180°. Skerið fiskinn í stóra bita og setjið í eldfast mót. Setjið epli og ananas yfir fiskinn. Hrærið súrmjólk, majónesi, karrý, túrmerik, aromat og pipar saman og hellið yfir fiskinn, eplið og ananasinn. Stráið rifnum osti yfir og setjið í ofninn í 20 mínútur. Berið fram með hrísgrjónum eða soðnum kartöflum og salati.

 

Halla Lúthersdóttir.