Tillaga að friðlýsingu Dranga á Ströndum

Umhverfisstofnun, ásamt landeiganda og sveitarfélaginu Árneshreppi, hefur lagt fram tillögu að friðlýsingu Dranga á Ströndum.

Þetta er gert í samræmi við málsmeðferð 39. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. Tillagan er unnin af samstarfshópi sem í áttu sæti fulltrúar Umhverfisstofnunar, landeiganda, sveitarfélagsins Árneshrepps, Minjastofnunar og umhverfis- og auðlindaráðneytisins.

Markmiðið með friðlýsingunni er að standa vörð um umfangsmikið óbyggt víðerni þar sem náttúran fær að þróast á eigin forsendum. Varðveita og viðhalda óvenjulegu, mikilfenglegu og fjölbreyttu landslagi sem og víðsýni. Friðlýsingunni er einnig ætlað að tryggja vernd jarðminja, vistkerfa og lífríki þeirra innan svæðisins. Þá miðar friðlýsingin að því að tryggja að núlifandi og komandi kynslóðir geti notið, í kyrrð og ró, einstakrar náttúru þar sem náttúrulegir ferlar eru ríkjandi og beinna ummerkja mannsins gætir lítið eða ekkert.

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til og með 25. nóvember 2021.

DEILA