Smitum fjölgar á Ísafirði

Ekki virðist lát á fjölgun smita vegna kórónuveirunnar á Ísafirði.

Á Vestfjörðum hefur samkvæmt upplýsingum á covid.is smitum fjölgað um 5 síðan í gær og eru nú 28 í einangrun og 167 í sóttkví en 154 voru í sóttkví í gær.

Í dag vantar 28 starfsmenn Grunnskólans á Ísafirði til starfa vegna sóttkvíar, úrvinnslusóttkvíar, veikinda barna og veikinda starfsmanna.

Reynt er að halda úti skólastarfi en því miður skerðist þjónusta skólans að einhverju leyti.